APHRODITE húðvörur með "asnamjólk"


APHRODITE húðvörurnar innihalda sérvalin náttúruleg innihaldsefni ásamt "asnamjólk" sem er einstakt innihaldsefni.  Asnamjólk "donkey milk" hefur verið notuð í ýmis konar heilsuvörur í þúsundir ára.  Forfeður okkar notuðu hana til lækninga á ýmis konar húðvandamálum, húðsjúkdómum og til að vinna gegn öldrunareinkennum húðarinnar og til að gera húðina mýkri og fallegri. 

Sögurnar um Kleópötru drottningu sem baðaði sig daglega upp úr asnamjólk eru flestum kunnar og frægar út um allan heim.  En Kleópatra var fræg fyrir fegurð sína og unglega og fallega húð.
Þessar nýju húðvörur henta öllum húðtegundum, báðum kynjum og öllum aldri.