Magnesíum er fjórða mikilvægasta steinefni líkamans og mjög nauðsynlegt steinefni fyrir betri heilsu, vellíðan og orku. Það er stundum kallað "náttúrulegur verkjastillir ", er mjög mikilvægt fyrir vöðva- og liðheilsu,  orku, styrk, hvíld og slökun.     

Magnesium virkar vel á:

- Verki og eymsli
- Vöðvakrampa og stífleika
- Fótaóeirð, fótapirring og sinadrátt
- Auma og stirða vöðva
- Höfuðverki
- Þreytu og slappleika
- Íþróttameiðsli
- Til að hita upp vöðva fyrir æfingar
- Endurheimt vöðva eftir æfingar

Magnesíum er mjög mikilvægt heilsunni okkar enda kemur það fyrir í rúmlega 300 mismunandi efnaskiptaferlum í líkamanum.  Magnesíumskortur getur haft mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér en hann getur lýst sér sem:
-orkuskortur
-svefnleysi
-svefnerfiðleikar
-höfuðverkur
-síþreyta
-vöðvakrampar
-sinadráttur
-fjörfiskur í auga
-og fl. 

Magnesíum er nauðsynlegt til orkuframleiðslu í líkamanum ásamt því að stuðla að betri heilsu vöðva og beina, vökvajafnvægi og til að stjórna tauga- og vöðvasamdrætti.  

Magnesíum hefur áhrif á vöðvastarfsemi, taugastarfsemi, myndun beina og tanna, húðheilsu, meltinguna, blóðflæði, kalkupptöku og síðast en ekki síst ATP sem er skammstöfun fyrir orkumyndun í frumum líkamans.

Essential Magnesium vörulínurnar eru ætlaðar til þess að fullnýta þá möguleika sem magnesíum hefur til þess að bæta árangur og alla líðan.

Við hvetjum þig til að skoða Day, Active, Recovery og Night línurnar til að sjá hvað hentar þér.  Síðan er Kids vörulínan ætluð fyrir börn.

Loks viljum við nefna magnesíum svitaspreyin sem eru í fjórum útgáfum.  Þótt þau séu ekki að nýta magnesíum til að fara inn í líkamann þá nýta þau kosti magnesíum til að eyða bakteríunum sem valda svitalyktinni.

------------------------------------------------------------------------- 
Vitta ehf. er umboðsaðili Essential Magnesium hér á Íslandi.

Þú getur alltaf haft samband með því að senda okkur póst á sigrun@vitta.is

Upplýsingar um söluaðila:

Heilsan heim
Vitta ehf., (490184-1559)
Lambasel 12,
109 Reykjavík
Sími: 6181900 (Sigrún)
sigrun@vitta is