COLVITA Kollagen hylkin
Collagen (kollagen á íslensku) er hreint prótein sem unnið er úr roði ferskfisks. Með inntöku á COLLAGENI er hægt að hægja á náttúrulegum öldrunareinkennum sem byrja að gera vart við sig samhliða því sem líkaminn minnkar collagenframleiðslu sína sem er upp úr 25 ára aldri.
Orðið COLLA er komið úr grísku og þýðir „lím“ og er oft sagt að kollagenið virki eins og lím í líkamanum. Upp úr 25 ára aldri minnkar collagenframleiðsla líkamans mjög mikið og við það fara fínar línur og hrukkur að myndast í andliti og á líkamanum ásamt því að stirðleiki og liðverkir geta farið að gera vart við sig í líkamanum. Því þarf fólk að fara að huga að því að vinna gegn minnkun kollagensframleiðslu líkamans. Það getur gert það með því að huga betur að mataræði sínu, taka inn collagen í bætiefnaformi (collagen hylki) og bera á húðina collagen-gel.
Collagenið stuðlar að endurnýjun húðfruma, hægir á náttúrulegu ferli öldrunar og bætir áferð húðarinnar. Það vinnur gegn sýnilegum áhrifum öldrunar s.s. myndun fínna lína og hrukka og gefur húðinni góðan raka, meiri ljóma og meiri stinnleika. Það vinnur einnig gegn verkjum í liðum og stirðleika sem einnig eru fylgifiskar minnkun collagenframleiðslu líkamans.
Af hverju er Colway collagen öðruvísi.
Colway collagen er vatnsbundið (hydrate) en ekki vatnsrofið (hyrolysate). Collagenið er tekið út fiskroði sem þrívíður spírall. Þetta forstig kollagens er síðan varðveitt, ekki unnið. Þannig viðhalda mólekúlin uppbyggingu sinni sem tryggir virkni þeirra í snyrti- og heilsuvörum.
HVAÐ ER KOLLAGEN?
Kollagen (collagen) er eitt helsta uppbyggingarprótein líkamans. Kollagen er að finna í öllum liðum, liðamótum, vöðvum, sinum og beinum mannslíkamans. Einnig er kollagen mjög stór hluti af húð, hári og nöglum. Orðið kollagen er komið úr grísku og þýðir lím. Því er oft talað um kollagenið sem límið í líkamanum. Í stuttu máli má segja að kollagen prótein sjái til þess að vefir líkamans haldist sterkir.
Ef líkaminn er heilbrigður þá framleiðir hann sjálfur kollagen en um 25 ára aldur fer að hægjast verulega á framleiðslunni eða að meðaltali um 1,5% á hverju ári. Fólk áttar sig oft ekki á því hversu snemma hægist á kollagenframleiðslu líkamans. Því þarf fólk oft að grípa til annarra ráða svo sem að bera hreint kollagen á húðina, í hárið og á neglurnar eins og Collagen Platinum, Silver eða Graphite eða taka kollagen inn í bætiefnaformi eins og Colvita frá Colway.
Þegar kollagen framleiðslan minnkar og aldurinn færist yfir byrja vefir líkamans að veikjast og það fer að bera á ýmsum öldrunareinkennum. Við verðum aðeins stirðari og förum að finna fyrir verkjum í liðum og liðamótum.
Þar sem kollagen er einnig mjög stór hluti af uppbyggingu húðarinnar byrja að myndast fínar línur og hrukkur og teygjanleiki húðarinn fer að minnka. Húðin er gerð úr þremur lögum og það er miðlagið (dermis) sem sér um teygjanleika hennar. Þessi teygjanleiki er tilkominn vegna prótínþráða sem heita „elastín“ en það ásamt seigu kollageni, sem er annað prótín í þessu húðlagi, eiga mestan þátt í að viðhalda unglegri og frísklegri húð og koma í veg fyrir hrukkumyndun.
Rannsóknir hafa sýnt fram á að með reglulegri notkun á kollagen próteini er hægt að hjálpa líkamanum að vinna á móti minnkandi framleiðslu efnisins og draga þar með úr hrukkumyndum sem og verkjum og stirðleika í liðum.