COLVITA KOLLAGEN hylkin
Collagen (kollagen á íslensku) er hreint prótein sem unnið er úr roði ferskfisks. Með inntöku á COLLAGENI er hægt að hægja á náttúrulegum öldrunareinkennum sem byrja að gera vart við sig samhliða því sem líkaminn minnkar collagenframleiðslu sína sem er upp úr 25 ára aldri.
Orðið COLLA er komið úr grísku og þýðir „lím“ og er oft sagt að kollagenið virki eins og lím í líkamanum. Upp úr 25 ára aldri minnkar collagenframleiðsla líkamans mjög mikið og við það fara fínar línur og hrukkur að myndast í andliti og á líkamanum ásamt því að stirðleiki og liðverkir geta farið að gera vart við sig í líkamanum. Því þarf fólk að fara að huga að því að vinna gegn minnkun kollagensframleiðslu líkamans. Það getur gert það með því að huga betur að mataræði sínu, taka inn collagen í bætiefnaformi (collagen hylki) og bera á húðina collagen-gel.
AXANTA (Astaxanthin)
Helsta innihaldsefni Axanta er Astaxanthin - náttúrulega „karótóníð“ sem er talið vera ótrúleg heilsubót. Það er talið vera gott fyrir hjarta- og æðakerfið og ónæmiskerfið. Sumar rannsóknir benda einnig til þess að það sé gott fyrir augu þar sem það inniheldur lífrænt E-vítamín og Lútein sem augnlæknar segja mikilvægt fyrir sjónina sem vörn gegn hrörnun í augnbotnum. Ennfremur hefur verið sýnt fram á að Astaxanthin verndar húðina, sem er stærsta líffæri líkamans, sérstaklega gegn útfjólubláum geislum sólarinnar. Það hjálpar einnig við að hreinsa lifrina. Það hefur líka sýnt sig að það dregur úr bólgum og minnkar sársauka og vinnur gegn síþreytu og er því mikið notað af íþróttamönnum til að losna við þreytu og harðsperrur.
Í Axanta er einnig 95% píperín þykkni (unnið úr svörtum pipar) og öll B-vítamínin. Peperine hjálpar meltingunni, ónæmiskerfinu og önduninni.