TILBOÐ
Blue Diamond ÞRENNU TILBOÐ fyrir andlitið
TILBOÐIÐ inniheldur nýja DIAMOND KOLLAGENIÐ fyrir andlitið, BLUE DIAMOND KOLLAGEN rakakremið fyrir andlitið og nýja BLUE DIAMOND augnkremið sem einnig inniheldur kollagen auk annarra sérvalinna innihaldsefna sem vinna gegn fínum línum, hrukkum, þrota og bólgum í kringum augun og litarblettum í húðinni.
Diamond Collagenið er nýjasta húðvaran frá Colway. Þetta er glæný einkaleyfisvarin líftækninýjng sem byggir á skjalfestum rannsóknarniðurstöðum. Kollagenið vinnur djúpt ofan í húðina, nærir og endurnýjar húðfrumurnar. Húðin verður unglegri, hraustlegri, mýkri og fallegri. Þetta nýja kollagen er líka tilvalið fyrir andlitsnudd.
Blue Diamond rakakremið er alveg einstakt rakakrem fyrir andlitið sem inniheldur kollagen ásamt fleiri sérvöldum innihaldsefnum sem gefa húðina góða næringu og mikinn raka. Kollagenið og sérvöldu innihaldsefni þess vinna gegn öldrun húðarinnar, fínum línum og hrukkum. Það gerir húðina sinnari og fallegri. Þetta er alveg yndislegt krem.
Eftir því sem við eldumst og þá staklega eftir 40 ára aldurinn, framleiðir húðin minna og minna af efni sem heitir "ceramíð". Það leiðir af sér rakatap í húðinni, húðin verður þynnri og minna teygjanleg, Afleiðingin er sú að húðin eldist hraðar og missir stinnleika sinn ásamt því að hrukkur og fínar línur fara að myndast.
Ráðið við þessu er Blue Diamond kremið sem stuðlar að algjörri endurnýjun húðarinnar, endurnýjun húðlaga og verndar gegn rakatapi. Það hjálpar okkur ekki aðeins við að næra húðina í hverju húðlagi heldur örvar einnig húðfrumurnar til að fjölga sér.
Þetta nýja krem hefur einnig ótrúlega góð áhrif á mjög þurra eða sprungna húð.
Augnkremið frá Colway inniheldur sérvalin innihaldsefni sem vinna á fínum línum og hrukkum í kringum augun, vinna einnig á þrota og bólgum ásamt marblettum eða öðrum litablettum sem myndast undir eða í kringum augunum. Húðin verður stinnari, mýkri, þéttari og áferðafallegri. Kremið er rakagefandi, dregur úr þrota og þreytu, endurnærir húðina og gefur henni fallegan ljóma og áferð.
Notkun: Berið augnkremið á hreina húðina og og nuddið kreminu létt undir augun og á augnlokin.
Vegna þess hversu rakagefandi og virk innihaldsefni augnkremsins eru, þá má einnig nota það sem raka á andlitið sjálft og varirnar.