Diamond Collagenið er nýjasta húðvaran frá Colway. Þetta er glæný einkaleyfisvarin líftækninýjng sem byggir á skjalfestum rannsóknarniðurstöðum. Kollagenið vinnur djúpt ofan í húðina, nærir og endurnýjar allar húðfrumurnar. Húðin verður unglegri, hraustlegri, mýkri og fallegri.
Þetta nýja kollagen er líka tilvalið fyrir andlitsnudd.
Við mælum einnig með Blue Diamond rakakreminu og nýja Blue Diamond augnkreminu fyrir andlitið.
Diamond Collagen formúlan byggist á byltingarkenndri uppgötvun (pólskra) lífefnafræðinga sem vinna með COLWAY vörurnar. Aðferðin byggist á einangrun hluta af kollagenpeptíðum sem vega minna en 500 Da (dalton). Smæð þessara peptíða gerir það að verkum að þau renna óhindrað inn í húðina og smjúga djúpt niður í húðlögin þar sem trefjafrumurnar (fibroblasts*) eru og örva þær við myndun kollagens, elastíns og hýalúrónsýru sem er til staðar í húðinni í formi natríumhýalúrónats.
Diamond Collagen inniheldur sérunnið kollagen sem sem eykur fjölbreyttni amínósýra í vörunni og tryggir húðinni lyftandi áhrif strax eftir notkun. Viðbætt natríumhýalúrónat í Diamond Collagen gelinu styður enn frekar við virkni peptíðanna og gefur húðinni meiri raka.
*Fibroblast eða trefjafruma er frumutegund sem stuðlar að myndun bandvefs og jafnframt seytir hún kollagenpróteinum til að hjálpa til við að viðhalda uppbyggingu vefja.
Diamond Collagen hentar öllum húðgerðum og er sérstaklega mælt með því fyrir þroskaða húð sem farin er að eldast og þarfnast örvunar og góðrar næringar.
Notist kvölds og morgna á hreina húð.
Innihald:
IOC Transdermal Collagen Peptides®
Einkaleyfisvarið efni sem unnið er úr fiskikollageni þar sem einstök peptíð vega minna en 500 Da. Þessi peptíð hafa einstakt gegndræpi um húð og ná alla leið til trefjafrumna þar sem þau örva þær til að framleiða kollagen, elastín og hýalúronsýru.
Triple-helix kollagen – unnið úr fiski
Virkjar framleiðslu á náttúrulegu kollageni í húðinni og örvar trefjafrumur til framleiðslu þess. Þegar það er borið á húðina, hefur það lyftandi/styrkjandi áhrif.
Natríum hýalúrónat
Lífeðlisfræðilegt form hýalúronsýru sem finnst í húðinni. Það hefur einstaka getu til þess að binda vatnssameindir sem leiðir til meiri raka í húðinni og gefur henni betra útlit.