Heilsan heim

Magnesium Complex. Blanda þriggja tegunda magnesíums. 60 hylki.

3.590 kr 3.990 kr

Magnesium Complex
Magnesíum Complex er samsetning þriggja gerða af magnesíum; magnesíum
lactate, magnesíum citrate og magnesíum diglycenate.
Blandan er svo bætt með B6 vítamíni sem auðveldar frásog á magnesíum og flutning þess til frumna líkamans.

Magnesíum Complex er fullkomin viðbót við gott mataræði en magnesíum er
gríðarlega mikilvægt til að stuðla að góðri heilsu þar sem það tekur þátt í yfir 300
mismunandi lífefnafræðilegum ferlum í líkamanum.

Magnesíum er fjórða algengasta efnið í líkamanum en helmingur þess geymist í
beinum og hinn helmingurinn deilist á vöðva og aðrar frumur.

Magnesíum stuðlar m.a. að:
 viðhaldi eðlilegra tanna
 eðlilegri sálfræðilegri starfsemi
 eðlilegri vöðvastarfsemi
 eðlilegri prótínmyndun
 eðlilegri starfsemi taugakerfisins
 eðlilegum orkugæfum efnaskiptum
 því að draga úr þreytu og lúa

Þessi blanda af mismunandi tegundum af magnesíum tryggir mikla upptöku og
breiða virkni.

Til fróðleiks!
Við fáum magnesíum úr ýmsum matvælum en samt sem áður er það mjög algengt
að fólk  sé í skorti og í rannsókn sem gerð var árið 2020 kemur í ljós að u.þ.b. 50%
Bandaríkjamanna séu í skorti. Líklegt má teljast að þessu sé svipað farið hér.
Næringarsnauður jarðvegur sem nýttur er til ræktunar, lélegt/slæmt mataræði,
óhófleg áfengis- og koffínneysla, ýmis lyf og mikil streita er meðal þess sem veldur
skorti og svo skolast steinefni líka út þegar við svitnum.

Magnesíumskortur
Einkenni magnesíuskorts geta verið:
-Hærri blóðþrýstingur
-Höfuðverkur
-Vöðvakrampar
-Kvíði og svefnvandamál

aðrir keyptu líka þessar vörur

Aðrir skoðuðu þessar vörur líka